Markmið Landsvirkjunar er starfsemi án umhverfisatvika. Umhverfisatvik er skilgreint sem atvik sem fyrirtækinu ber samkvæmt starfsleyfi að tilkynna til umhverfisyfirvalda eða ef eitthvað í starfseminni fer gegn lögum, reglum eða vinnureglum fyrirtækisins.
Árið 2013 varð eitt umhverfisatvik í starfsemi Landsvirkjunar.
Á árinu 2013 kom upp eitt umhverfisatvik í starfsemi Landsvirkjunar. Atvikið átti sér stað við vegagerð Landsvirkjunar á Reykjaheiðarvegi en sá vegur liggur til suðurs frá Húsavík að Þeistareykjum. Þar láku um 50 lítrar af olíu frá veghefli verktaka niður í vegstæðið. Haft var samband við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra (HNE) og voru um 0,5 m3 af jarðvegi fjarlægðir og komið til viðurkennds móttökuaðila til förgunar. Engin hætta skapaðist á mengun grunnvatns eða yfirborðsvatns. Við upphaf verksins hafði Vinnueftirlit ríkisins farið yfir öll tæki vertaka, meðal annars með tilliti til olíuleka og þar með talinn þennan veghefil, og var því um ófyrirséða bilun að ræða.
Frá árinu 2006 hafa 13 umhverfisatvik verið skráð vegna starfsemi Landsvirkjunar. Flest þeirra tengjast vatnsstýringu, þ.e. þegar ekki hefur tekist að stýra vatnsrennsli vatnsaflsvirkjana samkvæmt eigin viðmiðum Landsvirkjunar.
Umhverfisatvik á árunum 2006-2013
2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | Fjöldi atvika | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Fjöldi umhverfisatvika á ári | 4 | 1 | 2 | 1 | 2 | 0 | 2 | 1 | 13 |
Vatnsstýring | 3 | - | 2 | - | - | - | 2 | - | 7 |
Losun SF6 | 1 | 1 | - | - | - | - | - | - | 2 |
Brot á þungatakmörkunum | - | - | - | 1 | - | - | - | - | 1 |
Hávaði | - | - | - | - | 1 | - | - | - | 1 |
Olíuleki | - | - | - | - | 1 | - | - | 1 | 2 |