Section
Segment

Landsvirkjun starfrækti árið 2013 þrettán vatnsaflsstöðvar, tvær jarðvarmastöðvar og tvær vindmyllur víðs vegar um landið á fimm starfssvæðum. Sextánda aflstöðin, Búðarhálsstöð, var tekin í fullan rekstur í mars 2014. Við rekstur aflstöðva er lögð áhersla á heildræna sýn þar sem ráðdeild, áreiðanleiki og sambýli starfseminnar við umhverfi og samfélag er haft að leiðarljósi.

Starfsemi Landsvirkjunar

Starfsemi fyrirtækisins 2013 skiptist í fimm meginstarfssvið. Þau eru orkusvið, þróunarsvið, framkvæmdasvið, fjármálasvið og markaðs- og viðskiptaþróunarsvið auk þjónustusviðanna; starfsmannasviðs, upplýsingasviðs og skrifstofu forstjóra.

Starfsemin er skilgreind fyrir umverfisstjórnun á tvo vegu. Annars vegar er starfseminni skipt upp í raforkuvinnslu í aflstöðvum fyrirtækisins á fimm mismunandi svæðum; Blöndustöð og Laxárstöðvum, Fljótsdalsstöð, Mývatnssvæði, Sogssvæði og Þjórsársvæði. Hins vegar er það önnur starfsemi fyrirtækisins en undir þann flokk falla þróunarsvið og framkvæmdasvið ásamt annarri starfsemi á skrifstofum fyrirtækisins í Reykjavík og á Akureyri.

Segment

Starfsemin eins og hún er skilgreind fyrir umhverfisstjórnun fyrirtækisins

Section
Segment

Aflstöðvar og raforkuvinnsla

Landsvirkjun starfrækti árið 2013 þrettán vatnsaflsstöðvar, tvær jarðvarmastöðvar og tvær vindmyllur á fimm starfssvæðum víðs vegar um landið. Sextánda aflstöðin, Búðarhálsstöð, var tekin í fullan rekstur í mars 2014. 

Vatnsafl: 12.337 GWst. Jarðvarmi: 500,5 GWst. Vindafl: 5,5 GWst.

Raforkuvinnsla Landsvirkjunar árið 2013 var 12.843 GWst sem er um 4% aukning miðað við árið á undan. Á árinu hófst raforkuvinnsla í tveimur vindmyllum Landsvirkjunar á Þjórsársvæðinu. Þar sem sú vinnsla er hlutfallslega lítil helst heildarskipting orkuvinnslunnar nánast óbreytt og er 96% vatnsorka, 4% jarðvarmaorka og 0,04% vindorka. Raforkuvinnsla Landsvirkjunar árið 2013 var um 71% allrar raforkuvinnslu á Íslandi.

Orkutap og eigin orkunotkun aflstöðva Landsvirkjunar nam samanlagt 131 GWst árið 2013. Að langstærstum hluta er um eigin notkun í aflstöðvum að ræða. Ítarlegri tölulegar upplýsingar um raforkuvinnslu Landsvirkjunar og orkutap á starfsárinu má sjá í tölulegu bókhaldi.

Segment

Starfsstöðvar og afl einstakra aflstöðva

Segment
Read more

Bjarnarflag

1969 / Jarðgufustöð

Uppsett afl
3 MW
Orkuvinnsla
18 GWst/ár
Read more

Blöndustöð

1991 / Vatnsaflsstöð

Uppsett afl
150 MW
Orkuvinnsla
990 GWst/ár
Read more

Búrfellsstöð

1972 / Vatnsaflsstöð

Uppsett afl
270 MW
Orkuvinnsla
2.300 GWst/ár
Read more

Fljótsdalsstöð

2007 / Vatnsaflsstöð

Uppsett afl
690 MW
Orkuvinnsla
5.000 GWst/ár
Read more

Hrauneyjafossstöð

1981 / Vatnsaflsstöð

Uppsett afl
210 MW
Orkuvinnsla
1.300 GWst/ár
Read more

Vatnsfellsstöð

2001 / Vatnsaflsstöð

Uppsett afl
90 MW
Orkuvinnsla
490 GWst/ár
Read more

Sultartangastöð

1999 / Vatnsaflsstöð

Uppsett afl
120 MW
Orkuvinnsla
1.020 GWst/ár
Read more

Steingrímsstöð

1959 / Vatnsaflsstöð

Uppsett afl
27 MW
Orkuvinnsla
122 GWst/ár
Read more

Sigöldustöð

1978 / Vatnsaflsstöð

Uppsett afl
150 MW
Orkuvinnsla
920 GWst/ár
Read more

Ljósafossstöð

1937 / Vatnsaflsstöð

Uppsett afl
16 MW
Orkuvinnsla
105 GWst/ár
Read more

Laxárstöð III

1973 / Vatnsaflsstöð

Uppsett afl
13,5 MW
Orkuvinnsla
92 GWst/ár
Read more

Laxárstöð II

1953 / Vatnsaflsstöð

Uppsett afl
9 MW
Orkuvinnsla
78 GWst/ár
Read more

Laxárstöð I

1939 / Vatnsaflsstöð

Uppsett afl
5 MW
Orkuvinnsla
3 GWst/ár
Read more

Kröflustöð

1977 / Jarðgufustöð

Uppsett afl
60 MW
Orkuvinnsla
500 GWst/ár
Read more

Írafossstöð

1953 / Vatnsaflsstöð

Uppsett afl
48 MW
Orkuvinnsla
236 GWst/ár