Hörður Arnarson forstjóri
„Við höfum því mikilvægu hlutverki að gegna við að stuðla að orkuvinnslu í sátt við umhverfi og samfélag. Enda þótt fyrirtækið vinni rafmagn eingöngu úr endurnýjanlegum orkugjöfum veldur starfsemin óhjákvæmilega umhverfisraski og áhrifum á lífríki. Okkur ber því að stíga varlega til jarðar með hagkvæmni, sátt og sjálfbærni að leiðarljósi.“