Section
Segment

Við jarðvarmavinnslu eru það vélar og búnaður aflstöðva sem helst valda hávaða sem og blástur gufu út í andrúmsloftið. Landsvirkjun fylgist með hljóðstigi jarðvarmavinnslu til að tryggja að kröfur um hávaðamörk séu uppfylltar.

Hljóðstig undir hávaðamörkum

Hávaði er skilgreindur sem óæskileg eða skaðleg hljóð sem stafa meðal annars af athöfnum fólks. Hljóðstyrkur er mældur í desíbelum. Orkuvinnslusvæði Kröflu- og Bjarnarflagsstöðva eru skilgreind sem iðnaðarsvæði. Mörk fyrir hávaða frá atvinnustarfsemi á iðnaðarsvæðum eru 70 dB á lóðarmörkum samkvæmt reglugerðum um hávaða. Landsvirkjun hefur sett sér það markmið að hljóðstig frá starfseminni fari ekki yfir 50 dB á ferðamannastöðum sem liggja innan iðnaðarlóða á Mývatnssvæðinu en 50 dB er jafngildishljóðstig hávaðamarka á íbúðasvæðum. Mörk fyrir hávaða á útivistarsvæðum í dreifbýli eru ekki skilgreind í reglugerðum.

Markmið Landsvirkjunar er að halda hljóðstigi innan hávaðamarka á vinsælum ferðamannastöðum sem liggja innan iðnaðarsvæða fyrirtækisins í Mývatnssveit.

Við jarðvarmavinnslu eru það vélar og búnaður aflstöðva sem helst valda hávaða sem og blástur gufu í andrúmsloftið við afkastamælingar á borholum. Hljóðstig á hverjum tíma fer því eftir fjölda hola í blæstri, fjölda véla í vinnslu og veðurfari. Árlegar mælingar fara fram á hljóðstigi frá jarðvarmavinnslu Landsvirkjunar á Mývatnssvæðinu. Auk þess eru mælingar við borholur framkvæmdar samhliða afkastamælingum en hljóðdeyfar eru á öllum borholum.

Segment

Hljóðstig í desíbelum (dB) við mismunandi athafnir mannsins

Hljodstig.png
Segment

Mývatnssvæðið, iðnaðarsvæðin (dökkgrá) við Kröflustöð og Bjarnarflagsstöð

Kort-04-updated1.jpg
Section
Segment

Mælingar á hljóðstigi

Kröflustöð og nágrenni

Hljóðstigsmælingar við Kröflustöð fóru fram þann 3. október 2013. Á meðan mælingar fóru fram var rigning og norðlægur vindur, 2 m/s og hiti í kringum 2 °C. Báðar vélar Kröflustöðvar voru í gangi þegar mælingar fóru fram og voru þrjár borholur í blæstri. Hljóðstig á ferðamannasvæðum og á mælistöðum sem liggja utan iðnaðarsvæðisins var undir 50 dB viðmiðunarmörkum Landsvirkjunar. Nánari upplýsingar yfir mæld jafngildishljóðstig á Kröflusvæðinu, sem fram fóru á árunum 2009–2013, má sjá í tölulegu bókhaldi. Þar eru einnig upplýsingar um sérstakar aðstæður sem mögulega höfðu áhrif á mælingar árið 2013.

Bjarnarflagsstöð og nágrenni

Hljóðstigsmælingar við Bjarnarflagsstöð fóru fram líkt og við Kröflustöð þann 3. október 2013 og var gufustöðin í gangi. Hljóðstig yfir 50 dB viðmiðunarmörkunum mældist við upplýsingaplan nærri gamla baðlóninu (mælistöð 26) líkt og undanfarin þrjú ár. Ástæður þess má meðal annars rekja til skiljustöðvar sem þar er en þaðan berst þó nokkur hávaði. Nánari upplýsingar yfir mæld jafngildishljóðstig við Bjarnarflagsstöð, sem fram fóru á árunum 2009–2013, má sjá í tölulegu bókhaldi. Þar eru einnig upplýsingar um sérstakar aðstæður sem mögulega höfðu áhrif á mælingar árið 2013.

Section
Segment

Hljóðstigsmælingar við Kröflustöð og Bjarnarflagsstöð

Kort-04b-updated2.jpg
Segment

Á árinu hófst vinna við sérstaka 5 ára rannsókn á hljóðvist við Kröflustöð og á fyrirhuguðum virkjanasvæðum í Bjarnarflagi og á Þeistareykjum. Áætlað er að setja upp þrjá síritandi mæla sumarið 2014 sem mæla hljóðstig á öllum þremur svæðunum. Einnig verður punktmælingum fjölgað en hingað til hafa þær verið framkvæmdar einu sinni á ári við núverandi aflstöðvar. Við rannsóknir á hljóðstigi er mikilvægt að hafa nákvæmar veðurfarsupplýsingar og því hafa einnig verið settir upp veðurfarsmælar.