Section
Segment

Markmið Landsvirkjunar er að vera kolefnishlutlaust fyrirtæki. Landsvirkjun vinnur markvisst að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, meðal annars með því að minnka notkun jarðefnaeldsneytis í starfsemi fyrirtækisins.

Notkun jarðefnaeldsneytis

Jarðefnaeldsneyti er óendurnýjanleg auðlind og við brennslu þess losna ýmsar gróðurhúsalofttegundir. Má þar nefna koltvísýring (CO2), metan (CH4) og glaðloft (N2O). Auk þess losna kolmónoxíð (CO) og svifryk sem valda neikvæðum áhrifum á umhverfið. Í starfsemi Landsvirkjunar er jarðefnaeldsneyti notað á bifreiðar, vélar og ýmis tæki. Magn aðkeypts eldsneytis og eldsneytis á bílaleigubíla, sem teknir eru á leigu á vegum fyrirtækisins, er skráð í grænt bókhald. Þess ber að geta að dísilolíunotkun verktaka vegna framkvæmda er ekki skráð í grænu bókhaldi Landsvirkjunar, enda ekki hluti af starfsemi fyrirtækisins. Nánari upplýsingar um eldsneytisnotkun verktaka við Búðarháls má sjá í tölulegu bókhaldi.

Dísilolía er meirihluti þess jarðefnaeldsneytis sem notað er hjá Landsvirkjun en mun minna er notað af bensíni. Árið 2013 jókst hlutur dísilolíu í heildarnotkun jarðefnaeldsneytis og var hann 96%, samanborið við um 90% á undanförnum árum. Bifreiðum sem knúnar eru bensíni hefur fækkað og því hefur hlutur bensíns dregist saman og var 4% á árinu. Að auki voru 270 kg af metani notuð til að knýja bifreiðar á starfsstöð Landsvirkjunar í Reykjavík.

Section
Segment

Aukning í heildarnotkun eldsneytis

Heildarnotkun Landsvirkjunar á jarðefnaeldsneyti árið 2013 jókst úr 266 þúsund lítrum í 284 þúsund lítra eða um 7%.

Heildarnotkun Landsvirkjunar á jarðefnaeldsneyti (dísilolíu og bensíni) á árinu 2013 jókst úr 266 þúsund lítrum í 284 þúsund lítra eða um 7%. Notkun dísilolíu jókst um 12%. Ástæðu þeirrar aukningar má rekja til starfsemi framkvæmdasviðs og þróunarsviðs sem getur verið nokkuð breytileg milli ára, allt eftir umfangi verkefna. Umfangsmestu verkefni þessara sviða á árinu voru virkjanaframkvæmdir við Búðarháls, uppsetning vindmylla á Hafinu ofan við Búrfellsstöð og undirbúningsvinna við jarðvarmavirkjanir á Norðausturlandi.

Breytingar milli ára í notkun eldsneytis á aflstöðvum eru ekki miklar, enda er rekstur stöðvanna í nokkuð föstum skorðum. Þó hefur magn dísilolíu dregist eilítið saman miðað við fyrri ár. Þá er dísilolíunotkunin mest á Þjórsársvæðinu líkt og áður en þar fer fram mesta orkuvinnslan auk þess sem um víðáttumikið rekstrarsvæði er að ræða. Mestur var samdrátturinn á notkun eldsneytis á Mývatnssvæði og Sogssvæði. Nánari upplýsingar um eldsneytisnotkun Landsvirkjunar á árunum 2009–2013 má sjá í tölulegu bókhaldi.

Segment

Hlutfallsleg skipting á jarðefnaeldsneyti í starfsemi Landsvirkjunar árið 2013

Segment

Notkun dísilolíu og bensíns í starfsemi Landsvirkjunar árin 2009–2013

Segment

Notkun dísilolíu í starfsemi Landsvirkjunar árin 2009–2013

Segment

Notkun bensíns í starfsemi Landsvirkjunar árin 2009–2013

Segment

Notkun dísilolíu í starfsemi Landsvirkjunar árin 2009–2013

Notkuninni er skipt eftir starfssvæðum en auk þess er sýnd meðalnotkun á hverjum stað á sama tímabili.